Evrópski seðlabankinn lánaði í dag 800 bönkum á meginlandi Evrópu 529,5 milljarða evra til þriggja ára á 1% vöxtum. Aldrei hafa jafn margir bankar notið aðstoðar seðlabankans á sama tíma og nú. Þegar mest lét í desember í fyrra skráðu 523 bankans sig fyrir lánum seðlabankans og fengu þeir þá 489 milljarða evra.

King
King
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)

Í netútgáfu breska dagblaðsins Guardian er haft eftir Mervyn King, bankastjóra Englandsbanka, að lánveitingarnar hafa dregið verulega úr hættunni á bankaáhlaupi á evrusvæðinu.

Blaðið hefur hins vegar eftir Michael Symonds, sérfræðingi hjá fjármálafyrirtækinu Daiwa Capital Markets, að fjármálayfirvöld verði að hafa auga með stöðu bankanna, þeir geti ratað í vandræði þegar skuldadagar renni upp eftir þrjú ár.