Völd evrópska seðlabankans hafa aukist það mikið í fjármálakreppunni. Þegar sameiginlegu eftirlitskerfið með bönkum og fjármálafyrirtækjum á evrusvæðinu mun staða hans styrkjast enn frekar og verða líkast stöðu einvalda konungs. Svo segir danska viðskiptablaðið Börsen.

Ef allt gengur eftir munu reglur um sameiginlegt eftirlit með bönkunum taka gildi árið 2014. Við það mun seðlabankinn soga til sín meiri völd frá stjórnmálamönnum á evrusvæðinu en áður.