Spænskir bankar fengu 29% af lánum Evrópska seðlabankans í júlí. Ástæðan er minnkandi innlán og aukin eftirspurn eftir lánum frá spænskum bönkum. Lán spænskra banka gagnvart Evrópska seðlabankanum námu 130 milljörðum evra í júlí. Til samanburðar námu lán til grískra banka 116 milljörðum evra og lán til portúgalskra banka 49 milljörðum evra. Lán til banka þessara landa frá seðlabankanum hafa aldrei verið hærri Lán Evrópska seðlabankans til banka í Portúgal, Írlandi, Grikklandi og Spáni hafa vaxið um 126 milljarða evra fyrstu sex mánuði ársins. Útlánaaukningin til allra ríkja í myntsamstarfinu var 141 milljarður evra. Heildarútlán seðlabankans nema 870 milljörðum evra. Áðurnefnd fjögur lönd hafa fengið 42% fjárhæðarinnar. Hins vegar lögðu sömu lönd aðeins til 13% af eigin fé seðlabankans.