Evrópski Seðlabankinn (ECB) sýnir ekki lengur gengi íslensku krónunnar á gjaldmiðilsborði sínu. Á vef bankans kemur eingöngu fram að gengi krónunnar var 290 krónur gagnvart evru 9. desember sl. þegar bankinn tók krónuna af vakt sinni.

Hér á vefnum var haft eftir Ingimundi Friðrikssyni seðlabankastjóra í síðustu viku að bankinn hefði óskað eftir því að ECB breytti skráningu sinni. Þar sem viðskipti með krónuna eru háð ströngum gjaldeyrishöftum þá verður að ætla að það stýri ákvörðun ECB að taka hana úr virkri vöktun.