Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, lýsti því yfir í gær að hugsanlega myndi bankinn lækka stýrivexti á fundi sínum 6. nóvember næstkomandi.

Trichet segir ákvörðunina velta á því hvort ógn steðji að verðlagsstöðugleika og staðfestingu á því að verðbólguvæntingar séu á niðurleið.

Hann ítrekaði jafnframt að meginmarkmið bankans væri að viðhalda verðlagsstöðugleika en verðbólgumarkmið bankans eru, sem kunnugt er, rétt undir 2%.