Evrópskir bankar gangast undir nýtt álagspróf í febrúar á næsta ári. Einungis örfáir mánuðir eru síðan niðurstöður úr sambærilegu prófi voru kynntar.

BBC hefur  eftir Oli Rehn, framkvæmdastjóra efnahags- og gjaldeyrismála innan ESB,  að prófið í febrúar verði strangara og ítarlegra en það fyrra. Ákvörðun um nýtt álagspróf var tekin á fundi fjármálaráðherra ESB en þeir hafa fundað síðustu tvo daga.