Evrópsk hlutabréf hafa fallið þrjá daga í röð. Mikil óvissa hefur skapast og hafa efnahgashorfur sjaldan verið óljósari. Samkvæmt fréttaveitu Bloomberg lækkuðu 500 af 600 félögum í Stoxx Europe 600 vísitölunni. Hins vegar hafa evrópskir bankar farið fram úr væntingum.

Gengi bréfa í HSBC hækkuðu til að mynda um 3,8%, í kjölfar nýrrar yfirlýsingar um endurkaup á eigin bréfum. Franski bankinn Societe Generale SA hækkaði um 2,8% og Credit Agricole hækkaði um 2,5%. Gengi bréfa í hollenska bankanum ING hækkuðu þó um 6,8%, en annar ársfjórðungur þessa árs er einn sá besti frá upphafi.