Sú krafa er gerð til fjármálaráðherra í Evrópu að greina frá áreiðanleikaprófum sem bankarnir ganga í gegn um. Prófin eru framkvæmd til að kanna hvort bankarnir geta staðið af sér versnandi efnahagsástand í Evrópu.

Vonir eru bundnar við að prófin endurveki traust fjárfesta á fjármálastofnunum. Evrópusambandið hefur þó ekkert sagt til um hvernig þeir muni bregðast við ef einhverjir bankar standast ekki prófið.

Þeir bankar sem þreyta prófið eru með 65% af allri bankastarfsemi í Evrópu. Meðal þeirra eru Deutsche Bank AG í Þýskalandi, BNP Paribas SA í Frakklandi og ING Bank í Hollandi.

Niðurstöðurnar úr prófunum verða kynntar 23. júlí næstkomandi.