Evrópskir bifreiðaframleiðendur ætla að sækja um 40 milljarða evra aðstoð frá Evrópusambandinu, að sögn Christians Streiff, stjórnarformanns samtaka evrópskra bifreiðaframleiðenda.

Um er að ræða svipaða aðstoð og Bandaríkjaþing samþykkti til handa þarlendum bifreiðaframleiðendum fyrir nokkru.

Fyrr í þessum mánuði lögðu bifreiðaframleiðendur í Evrópu það til að þeim yrði veitt lán á hagstæðum kjörum svo að hægt væri að tryggja markað fyrir og þróa áfram sparneytin farartæki.