Helstu hlutabréfavísitölur hafa lækkað á evrópskum mörkuðum í dag. FTSE 100 vísitalan lækkaði um 0,5% við opnun, DAX í Frankfurt sömuleiðis og CAC-40 í París lækkaði um 0,4%.

Fjárfestar bíða eftir fréttum frá Portúgal. Til stendur að kjósa um fjárlög þar í landi í dag sem fela í sér mikinn niðurskurð. Óvíst er hvort ríkisstjórn haldi velli og stjórnarandstaða hefur neitað að styðja niðurskurðartillögur. Stórir gjalddagar eru á skuldum ríkisins á næstu mánuðum.

Í frétt WSJ um stöðu á mörkuðum er haft eftir markaðsaðila að áhyggjur snúi ekki eingöngu að Portúgal. Átök í Líbíu, ástandið í Japan og hátt olíuverð veldur allt áhyggjum.

Í Asíu lækkaði Nikkei vísitalan í Japan um 1,6% í morgun.