Hlutabréfamarkaðir í Evrópu voru sitthvoru megin við núllið við opnun markaða í dag en fjárfestar bíða eftir niðurstöðum úr skuldabréfaútboði Spánverja og Ítala.

Stoxx Europe-vísitalan lækkaði um 0,3%, FTSE í London lækkaði um 0,4%, DAX í Frankfurt breyttist lítið og CAC-40 vísitalan í kauphöllinni í París hækkaði um 0,1%.

Englandsbanki og Seðlabanki Evrópu tilkynna um vaxtaákvörðun í dag. Ekki er búist við breyttum stýrivöxtum en þeir eru 0,5% hjá þeim fyrrnefnda og 1,0% hjá þeim síðarnefnda.