Allar helstu hlutabréfavísitölur Evrópu hafa hækkað það sem af er degi eftir að hafa tekið snarpa dýfu í gær. Þannig hefur FTSE-vísitalan fyrir London hækkað um rúm 2% það sem af er degi og DAX-vísitalan þýska hefur hækkað um rúm 2,5%. Þá hefur Euro Stoxx 50 vísitalan hækkað um 2,3% en markaðir hafa nú verði opnir í tæpa tvo tíma.

Á helstu mörkuðum Asíu urðu lítilsháttar lækkanir, Nikkei 225-vísitalan lækkaði um 0,6% og Hang Seng-vísitalan lækkaði um tæplega 1%.