Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa hækkað það sem af er degi þrátt fyrir verðhrun í Japan í viðskiptum dagsnis. Hækkanir dagsins í Evrópu duga ekki til að eyða lækkunum undanfarið, en þeir hafa ekki verið lægri síðan árið 2013.

Hlutabréf í þýska bankanum Commerzbank hafa hækkað um 16% þegar þetta er skrifað, en uppgjör bankans sýndi að hann skilaði hagnaði á ný. Samkvæmt frétt Bloomberg hefur uppgjör bankans róað fjárfesta að bankar geti enn skilað hagnaði í lág-vaxtaumhverfi.

Stoxx 600 vísitalan hefur lækkað um 1,87% það sem af er degi en nýjar tölur voru birtar í dag sem sýndi að hagvöxtur síðasta árs á evrusvæðinu hélst stöðugur. Hagvöxtur var 0,3% á síðsta ársfjórðungi síðasta árs en hagkerfi Þýskalands dró vagninn. Þrátt fyrir hækkanir dagsins þá hafa markaðir lækkað mikið á siðustu vikum og mánuðum. Stoxx 600 vísitalan hefur lækkað um 27% frá apríl sl.

FTSE 100 í London hefur hækkað um 1,41%. Dax í Þýskalandi hefur hækkað um 1,21%. CAC 40 í Frakklandi hefur hækkað um 1,11%.