Fjármálamarkaðir á meginlandi Evrópu hafa jafnað sig að nokkru leyti eftir afleitan dag í gær þegar helstu hlutabréfavísitölur féllum um í kringum 2,5%.

Fram kemur í umfjöllun netútgáfu bandaríska stórblaðsins The Wall Street Journal að fjárfestar viti í raun ekki í hvorn fótinn þeiri eigi að stíga eftir áganginn í gær. Dagurinn virðist ekki lofa neitt sérstaklega góðu en matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfiseinkunnir ítalskra banka auk þess sem Þjóðverjar virðast einir um að forða evrusvæðinu frá því að keyra ofan í kreppufen á nýjan leik. Eins og til að bæta gráu ofan á svart hefur lítið þokast í stjórnarmyndunarviðræðum á Grikklandi.

FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur engu að síður hækkað um 0,2%, DAX-vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um 0,24% og CAC 40-hlutabréfavísitalan í Frakklandi hefur hækkað um tæp 0,7%.