Björgunaraðgerðir helstu Evrópusambandsríkja virðast ætla að hafa jákvæð áhrif á hlutabréfamarkaði sem hafa rokið upp í morgun.

FTSEurofirst 300 vísitalan hefur það sem af er degi hækkaði 5% eftir að hafa lækkað um 22% í síðustu viku – sem var versta vika vísitölunnar frá upphafi.

Í Lundúnum hefur FTSE100 vísitalan hækkað um 5,6% það sem af er degi en um helgina voru getgátur um það í fjölmiðlum í Bretlandi að Kauphöllin yrði á annað borð ekki opin.

Í Amsterdam hefur AEX vísitalan hækkað um 5,5% og í Frankfurt hefur DAX vísitalan hækkað um 6%.

Í París hefur CAC 40 vísitalan hækkað um 6,6% og í Sviss hefur SMI vísitalan hækkað um 6,8%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan hækkað um 6,8%, í Osló hefur OBX vísitalan hækkað um 5,9% og í Stokkhólmi hefur OMXS vísitalan hækkað um 6,9%.