Evrópskir hlutabréfamarkaðir hafa allir lækkað mikið eftir opnun í morgun. Euronext 100-vísitalan hefur fallið um 4,4%.

FTSE 100 í London hefur lækkað um 4,9%, þýska DAX hefur lækkað um 4,3% og CAC-vísitalan franska hefur lækkað um 4,6%.

Norðurlönd hafa að sama skapi lækkað mikið, og norksa OBX-vísitalan mest allra eða um rúmlega 7%. Hlutabréf í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi hafa lækkað um 4% og finnska OMXH hefur lækkað um 3,6%.