Evrópskum flugfélögum verður nú bannað að auglýsa misvísandi tilboð. Víða hefur tíðkast að auglýsa flugfargjöld sem eru sögð kosta aðeins eina evru.

Skýrast slík gylliboð oftast af því að ýmisleg gjöld eru ekki nefnd í auglýstu verði.

Í lok þessa árs verða öll flugfargjöld að innihalda alla óhjákvæmilega skatta og kostnað. Auk þess verða valkvæð gjöld s.s. flugvallarskattar að vera vel merkt.

Guardian segir frá þessu.

Þessar nýju reglur hafa þegar verið samþykktar af stjórnvöldum í 27 ESB ríkjum. Reglurnar eru sérstaklega miðaðar að flugmiðum sem keyptir eru á netinu þar sem margir neytendur hafi verið misleiddir með óraunhæfum tilboðum.

Flest flugfélög hafa lýst ánægju með nýju reglurnar og segjast tilbúin til þess aðstarfa eftir þeim.