Útflutningur á skosku viskíi dróst saman á síðasta ári um 2%, samanborið við fyrra ár. Alls voru fluttar út 1,06 milljón flöskur af vökvanum. Samtök viskíframleiðenda greindu frá í dag og fjallað er um á vefsíðu Bloomberg.

Framleiðandinn Daigeo, sem er sá stærsti í heimi, tilkynnti nýverið um hagnað fyrri hluta árs 2010, sem reyndist minni en spáð var. Er það sérstaklega rakið til minni sölu viskís í Evrópu, þar virðast margir hafa lagt frá sér flöskuna. Þannig dróst útflutningur viskís til Grikklands saman um 26% á siðasta ári og um 15% á Spáni.

Neytendur í Mexíkó, Brasilíu, Suður-Afríku og Suður-Kóreu drukku reyndar meira, skoskum framleiðendum til mikillar gleði.