Evrópusambandið stendur frammi fyrir vanda sem á sér ekkert fordæmi. Meðalaldur íbúa ESB fer stöðugt að hækkandi, sem að líkindum mun hafa afdrifaríkar afleiðingar á efnahag Evrópu. Reiknað er með að árið 2030 muni skortur á fólki á vinnufærum aldri vera kominn upp í 20,8 milljónir. Þessar og fleiri sláandi tölur koma fram í nýlegu riti Evrópusambandsins um mannfjölda og lýðfræði.