Vafrinn Firefox er í fyrsta sinn orðinn vinsælasti vafri Evrópu og slær þar við Internet Explorer, vafra Microsoft.

Samkvæmt fyrirtækinu StatCounter, og sagt er frá á vef Wall Street Journal, notuðu 38,1% Evrópubúa Firefox til þess að vafra um á netinu. Um 37,5% notuðu Internet Explorer.

Segir að ástæða fyrir minnkandi vinsældum Explorer sé fyrst og fremst aukinn notkun á Google Chrome, sem virðist sækja markaðshlutdeild á kostnað Explorer en ekki Firefox. Um 15% netnotenda nota Chrome.

Er þetta í fyrsta sinn sem vafri Microsoft missir efsta sæti á vinsældarlista vafranna á stóru svæðunum. Í Norður-Ameríku er markaðshlutdeild Explorer nærri 50%.