Evrópuþingið samþykkti í gær nýjar reglur sem eiga koma í veg fyrir ósanngjörn ríkisútboð. Þingið samþykkti tillögur framkvæmdastjórnarinnar sem voru settar fram í fyrra og voru þær samþykktar degi á eftir að skýrsla um útboðsmál var birt. Í henni kemur fram að aðildarríki Evrópusambandsins beiti sér fyrir því að fyrirtæki innan landamæra þeirra fái verkefni sem eru boðin út. Í reglunum á að felast hvati fyrir fyrirtæki til þess að taka þátt í útboðum í öðrum ríkjum.