Miklar lækkanir eru nú að taka gildi á virðisaukaskatti í Evrópu.  Þjóðverjar lækkuðu virðisaukaskatt á gistingu úr 19% í 7% um síðustu áramót, Finnar lækka vask á veitingar úr 22% í 13% næsta sumar- bæði mat og áfenga drykki.

Belgar lækkuðu nýlega vsk á veitingarekstur úr 21% í 12% og búist við að hann lækki í 6% á næsta ári.

Sumarið 2009 lækkuðu Frakkar virðisaukaskatt á veitingar úr 19.6% í 5.5%.

Þetta kemur fram í fréttabréfi Samtaka verslunar og þjónustu. Ástæða þessara lækkana er að í í efnahagsþrengingum er stefnt að því að fjölga störfum, auka veltu og minnka svarta atvinnustarfsemi.