Auk óundirbúins fyrirspurnatíma, sem hefst klukkan 15 á morgun á Alþingi, eru aðeins tvö mál á dagskrá þingsins og fjalla þau bæði um Evrópusambandið.

Annars vegar verður framhald á umræðu um skýrslu utanríkisráðherra vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þessi umræða tengist úttekt sem Hagfræðastofnun Háskóla Íslands vann að beiðni utanríkisráðherra og fjallar um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið og þróun sambandsins.

Hins vegar verður umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka.