Rauður litur einkennir markaði Evrópu í byrjun dags. Sala á vörum og þjónustu dróst hraðar saman en búist hafði verið við á evrusvæðinu í júlí og virðast þær fréttir hafa neikvæð áhrif á markaði.

Auk þess hefur lækkun olíuverðs valdið lækkun olíufyrirtækja.

FTSEurofirst 300 vísitalan hefur lækkað um 0,8% í morgun.

FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hefur lækkað um 0,7%, AEX vísitalan í Amsterdam hefur lækkað um 0,4% og í Frankfurt hefur DAX vísitalan lækkað um 0,3%.

Í París hefur CAC 40 vísitalan lækkað um 0,4% og í Sviss hefur SMI vísitalan staðið í stað.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan lækkað um 0,6%, í Stokkhólmi hefur OMXS vísitalan lækkað um 0,8% og í Osló hefur OBX vísitalan lækkað um 1,2%.