Franskur maður handtekinn með mikið magn vopna í Úkraínu sagður hafa ætlað sér að ráðast á Evrópumeistaramótið í fótbolta sem hefst á föstudag.

Hugðist ráðast á moskur og sýnagógur

Maðurinn, Gregoire Moutaux var 25 ára og var handtekinn á landamærum Úkraínu og Póllands á bíl sem innihélt byssur, hvellhettur og 125 kg af TNT sprengiefni að sögn Vasyl Hrytsak yfirmanni leyniþjónustu Úkraínu.

Hrytsak segir að maðurinn hafi planað 15 árásir í Frakklandi drifnum áfram af öfgaþjóðernisskoðunum. Listaði hann upp að brýr, vegir, moska múslima og sýnagóga gyðinga hefðu verið möguleg skotmörk hans.

Verður Moutaux ákærður fyrir vopnasmygl og hryðjuverk. Hann var ekki á sakaskrá en sagður drifinn áfram af hatri á alþjóðavæðingu og innflytjendum.