Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins mun skila afrakstri af starfi sínu í formi ítarlegrar skýrslu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu sem hefur jafnframt að geyma niðurstöður nefndarinnar.

Þetta skrifar Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins á Evrópuvef Sjálfstæðisflokksins.

Hann segir að nefndinni sé heimilt að leggja fleiri en eina tillögu fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins náist ekki samstaða í nefndinni.

Geir er þarna að svara skrifum Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins.

Styrmir sagði í grein á vefnum að það þyrfti að koma skýrt fram hvort hlutverk Evrópunefndarinnar og undirnefnda væri einungis að safna gögnum og lýsa kostum og göllum eða hvort þessar nefndir ættu að leggja fram stefnumarkandi tillögur.

Sjá nánar svar Geirs hér .