Evrópunefnd Evrópusambandsins hefur lagt til að settur verði á fót hópur virtra sérfræðinga um langtímastefnumótun til að örva markað fyrir lykiltækni á borð við nanó-tækni, nanó-rafeindatækni og líftækni.

Að því er fram kemur á vef Europolitics telur nefndin að nanó-tæknin — sem felur í sér agnarsmáar vélar á stærð við sameindir — verði nauðsynleg til að þróa nýjar aðferðir í læknisfræði, við þróun mengunarlausra bíla, við að breyta sólarljósi í orku, við þróun í fæðuframleiðslu og við hönnun og smíði flugvéla.