Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varar ríki Evrópu við auknum ríkishalla og segir að þau verði að skapa aðstæður fyrir hagvöxt og koma í veg fyrir að krísan dreifi sér á alþjóðavísu. Hún segir að koma verði í veg fyrir ástand líkt og í kreppunni miklu þegar eftirspurn hrundi um allan heim. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.

Lagarde hefur verið öflug í að vara við slíkum aðstæðum áður en varnarorð hennar koma í kjölfar stöðnunar á viðræðum í skuldavanda Grikkja og mikils samdráttar í ríkisútgjöldum í Evrópu.

Hér má lesa frétt Wall Street Journal í heild sinni.