Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hefur sektað þrjá hollenska bjórframleiðendur um samtals 24,2 milljarða króna fyrir verðsamráð á heimamarkaði. Framkvæmdarstjórnin segir að stjórnir fyrirtækjanna hafi myndað einnokunarhring og að fjársektirnar væru ætlaðar til að draga úr slíkri hringamyndun í framtíðinni.

Heineken var sektað um 19,4 milljarða króna, Royal Grolsch um 2,8 milljarða og Bavaria um tvo milljarða. Belgíska bruggverksmiðjan InBev slapp við allt að 7,4 milljarða sekt fyrir að ljóstra upp um hringamyndunina og veita framkvæmdarstjórninni mikilvægar upplýsingar í rannsókn málsins.