Evrópusambandið hefur sektað hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft fyrir brot á samkeppnislögum en Microsoft er sakað um að leggja háar álögur á hugbúnaðar upplýsingar sem þeir selja samkeppnisaðilum auk þess að halda aftur mikilvægum upplýsingum um hugbúnað sinn.

Microsoft ber að greiða um 899 milljónir evra eða um 88,7 milljarða íslenskra króna í sekt.

Microsoft hefur ekki enn hlýtt tilskipun sambandsins frá árinu 2004 en þá Microsoft gert að deila upplýsingum um hugbúnað sinn með samkeppnisaðilum. Deiluefnið snýst um að önnur hugbúnaðarfyrirtæki hafa ekki náð að aðlaga vörur sínar að Windows kerfinu þar sem þeim hefur skort upplýsingar til þess.