Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hyggst leyfa aðildarríkjum ESB að lækka virðisaukaskatt á staðbundna starfsemi, t.d. veitingahús og byggingafyrirtæki.

Verði tillaga Framkvæmdastjórnarinnar að lögum verður aðildarríkjum ESB leyft að lækka virðisaukaskatt á öll fyrirtæki sem koma að húsbyggingum. Sem stendur er lágmarksvirðisaukaskattur innan ESB 15%, en frá því er reyndar fjöldi undantekninga.

Aðildarríkjum verður heimilt að lækka virðisaukaskatt í ákveðnum flokkum niður í 5%. Samkvæmt frétt BBC hafa Frakkar árum saman kallað eftir því að virðisaukaskattur á veitingahúsum verði lækkaður innan ESB.