Ráðherrar ríkja á evrusvæðinu eru skrefi nær því að búa til tryggingasjóð sem styður við banka sem eru í þann mun að hrynja. Bankar á svæðinu munu greiða gjald í pott sem áætlað er að verði 55 milljarðar dala að stærð.

Áætlað er að bygging sjóðsins taki 10 ár. Ef ekki verður nægjanlega mikið fé í pottinum geta ríkissjóðir evruríkjanna útvegað féð eða lánað það. Ráðherrarnir hafa fundað um sjóðinn í vikunni en viðræðunum lauk í dag.

Frekari fundarhöld eru ráðgerð. Fjármálaráðherrar allra 28 Evrópusambandsríkjanna munu taka þátt í þeim. „Við höfum náð mjög mikilvægum áföngum,“ segir Olli Rehn, framkvæmdastjóri efnahagsmála hjá Evrópusambandinu, samkvæmt frásögn BBC .