Hagfræðingurinn Edda Rós Karlsdóttir mun á næstu vikum flytja til Washington ásamt fjölskyldu sinni. Ástæða flutninganna er sú að hún hefur verið ráðin til tveggja ára sem sérfræðingur á sviði peningamála- og fjármálamarkaða hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) í Washington. Edda nam þjóðhagfræði í Kaupmannahafnarháskóla og lauk þar bæði BA- og MA-prófi auk þess sem hún er með Cand.polit. námsgráðu úr sama skóla. Edda Rós er gift Kjartani Daníelssyni og var hann lengi vel framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Fylkis og saman eiga þau fjögur börn.

Sé Eddu Rós flett upp á leitarvélinni Google birtist nafn hennar á félagsmannalista Rótarýklúbbs Reykjavíkur þar sem hún gerðist meðlimur 2. júní árið 2004. Þá er hún varamaður í sóknarnefnd Árbæjarkirkju. Edda sat einnig í stjórn Landsvirkjunar, sem einnfulltrúi ríkisins, skipuð af iðnaðarog viðskiptaráðherra, árin 2001- 2005. Frá árinu 2011 hefur Edda verið í framkvæmdaráði Sterkara Íslands, samtökum þeirra sem vilja vinna að aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Nánar er fjallað um starfs- og námsferil Eddu Rósar Karlsdóttur í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðíð hér að ofan undir liðnum tölublöð.