Evrópuþingið samþykkti í morgun Ceta, sem er fríverslunarsamningur milli Evrópusambandsins og Kanada. Samningurinn er nokkuð umdeildur og mótmæltu hundruð manna fyrir utan Evrópuþingið í Strasbourg. Frá þessu er greinir þýska dagblaðið Deutsche Welle .

Fríverslunarsamningurinn leiðir til þess að 99% af tollum milli aðilanna tveggja verða afnumdir. Hins vegar segja andstæðingar fríverslunarsamningsins að hann gæfi stórfyrirtækjum of mikið vald gagnvart innlendum lögum.

408 af Evrópuþingmönnunum samþykktu samninginn en 254 voru honum andvígir. Stuðningsmenn Ceta hafa bent á að fríverslunarsamningurinn komi til með að skapa ný störf og lækka kostnað á fötum og neysluvöru fyrir almenning.

Ceta er stærsti fríverslunarsamningur sem Evrópusambandið hefur gert við utanaðkomandi aðila frá stofnun þess og þurfti stuðning allra 28 ríkja sambandsins til þess að hann gat náð í gegn.

Nú þegar er Ísland með fríverslunarsamning við Kanada . Ríkisstjórnin veitti heimild til að fullgilda fríverslunarsamning milli aðildarríkja EFTA og Kanada árið 2008. Samningurinn tók gildi 1. júlí 2009.