Hagvöxtur í aðildarríkjum Evrunnar mun dragast saman um helming á næstu tveimur áratugum, ef ekki verða gerðar róttækar kerfisbreytingar í efnahagsmálum, að mati OECD.

Að mati hagfræðinga OECD verða evrulöndin að gera róttækar kerfisbreytingar til að halda hagvexti í takt við önnur aðilarríki stofnunarinnar. Ef breytingar verða ekki gerðar mun afleiðing verða sú að þjóðartekjur á mann munu dragast saman í samanburði við bandaríkin og önnur lönd. Þetta er vegna þess að almenningur í evrulöndunum er að eldast og þar með framleiðsla að dragast saman ef ekki verða breytingar gerðar.

OECD hefur að undanförnu orðið æ gagnrýnni á frammistöðu evrulandanna, en löndunum hefur ekki tekist að nýta sér einn gjaldmiðil til að auka hagvöxt.

Helstu kerfisbreytingar sem nauðsynlegt er að grípa til er ásviði vinnumarkaðar og aukin sveigjanleiki hans, aukin samþætting innri markaðar og áhersla á nýjungar og uppfinningar. Þá þarf einnig að auka framleiðni og auka aðhald í opinberumfjármálum.