Á Evrusvæðinu jókst framleiðsla á iðnvarningi um 0,7% í október frá fyrri mánuði. Er það öllu minna en búist var við en spár gerðu ráð fyrir 1,3% vexti frá fyrri mánuði og um 7,6% vexti frá sama tíma í fyrra. Á síðasta ári mælist framleiðsluaukningin 6,9%, samkvæmt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Segir í frétt BBC að nýjar tölur bendi til að aukning framleiðslu á evrusvæðinu verði hægari en áður var talið.