Hagvöxtur á evrusvæðinu dróst saman um 0,3% á fjórða ársfjórðungi í fyrra, samkvæmt nýjustu gögnum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta eru fyrstu samdráttarmerkin á evrusvæðinu síðan á öðrum ársfjórðungi fyrir þremur árum. Þumalfingursreglan er sú að hagkerfi er í kreppu þegar hagvöxtur hefur dregist saman tvo ársfjórðunga í röð. Litlu munaði að svo færi á þriðja ársfjórðungi í fyrra þegar hagvöxtur mældist 0,1%. Hagvöxtur á árinu öllu mældist hins vegar 1,5%.

AP-fréttastofan eftir heimildamanni sínum að hagtölurnar beri með sér þá miklu erfiðleika sem nokkur evruríkjanna glími við, þar fremst í flokki eru Grikkland, Ítalía og Spánn ásamt Portúgal. Hann segir jafnframt að augljóst sé að evrusvæðið standi á barmi samdráttarskeiðs á nýjan leik og megi lítið útaf bregða.