Áhrif skuldavandans á evrusvæðinu hefur látið á sér kræla og er því útlit fyrir að evrusvæðið keyri fljótlega á ný inn í annað samdráttarskeiðið á þremur árum. Þetta eru niðurstöður mælinga svokallaðrar vísitölu innkaupastjóra (e. Purchasing Managers Index) á evrusvæðinu.

Samkvæmt nýjustu mælingunni eru vísbendingar um að pantanir frá iðnfyrirtækjum aðildarríkja myntbandalagsins muni dragast saman um 0,5% til 0,6% á yfirstandandi ársfjórðungi. Í síðustu mælingu jukust þó pantanir mjög lítið og fór PMI-vísitalan úr 46,5 stigum í 46,6 stig. Vísitalan hefur verið undir 50 stigum í sjö mánuði. Allar niðurstöður undir 50 stigum benda til hvort viðkomandi ríki er á leið í kreppu eður ei.

Reuters-fréttastofan bendir á að dregið hafi úr pöntunum iðnfyrirtækja í Þýskalandi samfleytt í fjóra mánuði. Innkaupa-vísitalan í Þýskalandi hefur nú lækkað fjóra mánuði í röð og hefur vísitalan ekki verið lægri í þrjú ár.