Eftir jákvæðan viðskiptajöfnuð í júlí var 4 milljarða evra viðskiptahalli á evrusvæðinu í ágúst. Viðskiptajöfnuðurinn var jákvæður um 12,3 milljarða evra í júlí en í ágúst í fyrra var viðskiptahallinn 11 milljarðar evra.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Eurostat en útflutningur frá evrusvæðinu dróst saman um 5,8% milli mánaða í ágúst á meðan á meðan innflutningur minnkaði eins um 1,3% milli mánaða.

Samkvæmt tölum Eurostat nam heildarviðskiptahalli allra Evrópusambandsríkja 12,1 milljarð evra.

Reuters fréttastofan hefur eftir viðmælendum sínum að viðskiptahallinn gefi til kynna að innlend eftirspurn evruríkjanna sé ekki að aukast og það kunni að valda ílengja þeim samdrætti sem verið hefur í evruríkjunum.