Andrea Róbertsdóttir, sem tók síðastliðið haust við starfi framkvæmdastjóra Félags kvenna í atvinnulífinu, lauk námi í mannauðsstjórnun einungis nokkrum mánuðum áður en hrunið reið yfir og hóf störf sem mannauðsstjóri skömmu seinna. Hún segir að þessi tími hafi breytt miklu þar sem mjúku málin urðu í raun að þeim hörðu.

„Ég er að klára þetta nám á nánast sama tíma og hrunið á sér stað. Þetta voru mjög krefjandi tímar, sumir dagar voru ævintýralega slappir en þarna varð það svo ofboðslega skýrt að þessi mjúku mál og mannauðsmál eru í raun hörðu málin. Við verjum mjög miklum tíma í vinnunni og vinnustaðir geta haft mjög mótandi áhrif á líf manns. Það á að vera einhver tilgangur í því sem við erum að gera og gefa okkur eitthvað. Excel eða Power Point veikist ekki og fer ekki í kulnun.“

Nánar er rætt við Andreu í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .