Exeter hótelið við Tryggvagötu hefur verið vottað af GPTW yfir Bestu vinnustaði Íslands, fyrst fyrirtækja á Íslandi í hótelrekstri og ferðaþjónustu.

Great Place to Work vottunin byggir á 30 ára rannsóknum sem leggur mat á vinnustaðamenningu en gögnin bæði nafnlaus og órekjanleg. Framkvæmdastjóri hótelsins segir þetta veita starfsfólkinu öryggi til að tjá sínar skoðanir á opinskáan máta.

„Þrátt fyrir að starfsfólk sé í einhverjum tilfellum að hverfa frá okkur í stöður hjá öðrum og stærri vinnustöðum, er þeirra velsæld okkur mikilvægari en að þau staðni hjá okkur til lengri tíma og við vonum að þau muni fremur bera okkur vel söguna á nýjum vettvangi,“ segir Þorkell Óskar Vignisson, framkvæmdastjóri Exeter Hotel.

Great Place to work birti síðast lista sinn yfir fimm bestu vinnustaði á Íslandi og hafði þá vottuðum fyrirtækjum fjölgað úr fjórum árið 2022 í ellefu árið 2023.