Í dag verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur mál sérstaks saksóknara gegn Jóni Þorsteini Jónssyni, fyrrverandi stjórnarformanns Byrs, Ragnari Z. Guðjónssyni, forstjóra Byrs, og Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP banka.

Þessir þrír eru ákærðir fyrir umboðssvik en Styrmir Þór er að auki ákærður fyrir peningaþvætti.

Ákæran var þingfest 6. júlí sl. Ákært var fyrir viðskipti er tengdust Exeter-málinu svokallaða, þar sem ákærðu eru sakaðir um að hafa keypt stofnfjárbréf fyrir 1,1 milljarð króna, eftir hrun bankanna, með láni frá Byr.

Allir þrír neituðu sök við þingfestingu.