Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar fyrrverandi forstjóra MP banka, gerði að umtalsefni í málflutningi sínum í morgun bréf sem Ákærendafélag Íslands sendi. Er þar nefnt að dómarar hafi „nýtt öll möguleg tækifæri“ til þess að vísa stórum efnahagsbrotamálum frá. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari efnahagsbrota hjá embætti ríkislögreglustjóra skrifar undir bréfið sem formaður félagsins. Arngrímur Ísberg, dómari í málinu, glotti við tönn.

Ragnar tók undir allt það sem Ólafur og Reynir sögðu. Hann sagði Evu Joly hafa verið fært einhversskonar „allsherjarvald“ og að yfirlýsingar hennar hafi gert sjálfstæði ákæruvaldsins að aukaatriði. Auk þess hafi hún gefið sér niðurstöður í málum fyrirfram, sem sé ekki aðeins óheppilegt heldur ólögmætt.

Málflutningur í Exeter-málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan níu í morgun. Hér , hér og hér má lesa um málflutninginn.