Reynir Karlsson, lögmaður Jóns Þorsteins Jónssonar fyrrverandi stjórnarformanns Byrs, sagði í dómssal í morgun að skoða þurfi stöðu Byrs og að staðan hafi verið sterk. „Hvers vegna er ekki hægt að kanna stöðu sjóðsins, sem nú er gjaldþrota? Það liggur nákvæmlega fyrir hvernig staða sjóðsins var, hún var sterk,“ sagði Reynir í málflutningi sínum í morgun.

Munnlegur málflutningur í Exeter-málinu svokallaða hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Reynir gagnrýndi rannsókn sérstaks saksóknara harðlega, einkum fyrir að skoða ekki nægilega vel hvernig staða Byrs var þegar lánin sem Byr veitti Tæknisetrinu Arkea (síðar Exeter Holdings) voru veitt. Hann sagði að nauðsynlegt væri að rannsaka betur stöðu Byrs.

Alls veitti Byr félaginu 800 milljóna yfirdráttarlán til að fjármagna að fullu kaup á stofnfjárbréfum í Byr.

Munnlegur málflutningur í Exeter-málinu fer fram í dag og hófst klukkan níu, líkt og lesa má hér og hér .