Munnlegur málflutningur í Exeter-málinu svokallaða hófst í í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan níu í morgun. Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka er sá eini sem er mættur í dómssal af hinum ákærðu. Málflutningur fór fram um frávísunarkröfu ákærðu.

Auk Styrmis Þórs eru Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, og Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri Byrs, ákærðir fyrir umboðssvik. Styrmir Þór er einnig ákærður fyrir peningaþvætti. Ákæran er sú fyrsta sem berst frá embætti sérstaks saksóknara.

Viðskiptablaðið hefur að undanförnu fjallað ítarlega um Exeter-málið en blaðið hefur undir höndum allar greinargerðir sem lagðar hafa verið fram í málinu.

Frekar má lesa um munnlegan málflutning í málinu í morgun hér og hér .