Í dag var Exiqon skráð í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Exiqon er tíunda félagið sem er skráð á aðalmarkað Nordic Exchange á þessu ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Kauphallarinnar.

Exiqon er flokkað í heilbrigðisgeira og er líftæknifyrirtæki sem þróar, framleiðir og markaðssetur vörur og búnað á sviði erfðagreininga. Fyrirtækið þjónar vísindamönnum sem starfa í lyfjaiðnaðinum og á rannsóknarstofnunum um allan heim.

Sala á framleiðsluvörum Exiqon hefur tvöfaldast á undanförnum árum. Hið sama gildir um vöruúrvalið sem býður upp á helstu nýjungar á sviði efnafræðirannsókna sem samþættar eru nethugbúnaði sem stuðlar að skjótum og áreiðanlegum niðurstöðum vísindamanna. Framleiðslan byggist á tækni sem er vernduð með einkaleyfi og er Exiqon með 75 vörur byggðar á þeirri tækni.

Framleiðsluvörur Exiqon eru fyrst og fremst markaðssettar á heimasíðu félagsins, www.exiqon.com, en einnig af dreifingaraðilum þess, samstarfsaðilum og viðurkenndum fyrirtækjum. Aðalskrifstofur Exiqon eru á stað sem kallast Medicon Valley, skammt frá Kaupmannahöfn.

?Okkur er ánægja að bjóða Exiqon velkomið til Nordic Exchange. Exiqon er afar áhugavert félag, sem hefur þróast á undraverðan hátt. Exiqon er jafnframt eitt af mörgum líftæknifyrirtækjum sem fara á skrá í kauphöll. Við erum með 52 félög skráð í heilbrigðisgeiranum á aðalmarkaðnum og 10 á First North,? segir Jan Ovesen, forstjóri OMX Nordic Exchange í Kaupmannahöfn.

Viðskiptalota hlutabréfa í Exiqon, sem hefur auðkennið EXQ, er 200. Exiqon flokkast með smærri félögum í heilbrigðisgeiranum.