*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 21. febrúar 2006 13:31

Exista bætir við sig 10% í Kögun

Ritstjórn

Exista fjárfestingar ehf. hefur bætt við sig 10% hlut í Kögun hf. og á nú félagið 11,04% í Kögun. Sem kunnugt er þá hafa verið uppi vangaveltur um hugsanlega yfirtökuskyldu í kjölfar kaupa Símans á 27% hlut í Kögun en Síminn og Exista eru í eigu sömu aðila. Fyrri tilkynningar benda til þess að seljandi sé KB banki.

Exista fjárfestingar ehf. er dótturfélag í 100% eigu Exista ehf., en Exista ehf. er einnig 100% eigandi að Exista B.V. sem á 43,6% í Símanum hf., sem á 26,94% hlut í Kögun hf.