Gengið hefur verið frá sölu Exista á finnska tryggingafélaginu Sampo.

Í frétt Dow Jones fréttaveitunnar kemur fram að hlutur Exista hafi verið seldur til ýmissa aðila.

Stjórn Exista ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að fela Citigroup og Morgan Stanley umsjón með flýtiútboði með áskriftarfyrirkomulagi öllum hlutum Exista í Sampo í Finnlandi, samtals 19,98% af heildarhlutafé Sampo.

Í frétt Dow Jones kemur fram að tap Exista af hlut sínum í Sampo sé 1,4 milljarður evra sem bókfærður verður á fjórða ársfjórðungi.

Dow Jones fréttaveitan hefur eftir Lýð Guðmundssyni, stjórnarformanni Exista að sala félagsins á hlutum sínum í Sampo dragi úr áhættu Exista á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

„Við höfum ekki í hyggju að selja fleiri eignir,“ segir Lýður í samtali við bætir því við að hann telji að þær eignir sem eftir eru í eigu Exista grundvalli framtíðarvöxt félagsins.