Sampo Oyj sendi í dag flöggunartilkynningu til kauphallarinnar í Helsinki þess efnis að Exista hf. fari nú með A-hluti í Sampo sem nemur 20,0% af heildarhlutafé í félaginu.

Eins og fram kemur í tilkynningunni hefur Exista og samstæðufélög gert afleiðusamninga sem hækka hlut félagsins í 20,0% af útgefnu hlutafé í Sampo. Þe

Með vísun í tilkynningu sem birt var 25. júlí sl. var hlutur félagsins áður 19,93% af útgefnu hlutafé Sampo.
Viðskiptin eru m.a. háð samþykki fjármálaeftirlitsstofnana í viðkomandi löndum. Sampo Oyj á og stýrir tryggingafélaginu If, sem er leiðandi skaðatryggingafélag á Norðurlöndum, og Sampo Life, sem starfar á sviði líftrygginga og lífeyrissparnaðar í Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum. Sampo er jafnframt umsvifamikill fjárfestir á norrænum mörkuðum og er félagið skráð á OMX Nordic Exchange í Helsinki.  Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.