Exista fær um 13,8 milljarða greidda í arð frá Sampo en stjórn Sampo hefur lagt til að greiddar verði 1,2 evrur á hlut í arð á aðalfundi félagsins 15. apríl. Exista á um 20% hlut eða nær 115,5 milljónir hluta í Sampo og fær því samkvæmt því í sinn hluta 138,6 milljónir evra eða um 13,8 milljarða íslenskra króna í arð miðð við gengi íslensku krónunnar nú. Exista færir eign sína í Sampo samkvæmt hlutdeildaraðferð og arðgreiðslan kemur til lækkunar á bókfærðu verði Sampo í bókum Existu sem aftur táknar að mismunurinn á milli bókfærðs verðs og markaðsverð eignarhluta félagsins í Sampo minnkar um 14 milljarða en eins og komið hefur fram er bókfærða verðið hærra en markaðsverðið.